Um Hljóðmúla

Hljóðmúli var stofnaður sumarið 2009 en hafði þá áður haft aðstöðu í Hafnarfirði. Hljóðmúli samanstendur af félagsskap sem á það eitt sameiginlegt að hafa mjög mikinn áhuga á tónlist og upptökum.   Starfsemin í Hljóðmúla er mjög fjölbreytt þó svo aðaláherslan sé á hljóðupptökur af ýmsu tagi en þar er einnig stunduð talsverð myndvinnsla og annað því tengt. Frá upphafi var lagt upp með það að byggja upp gott "low budget" stúdíó með góðum anda og góðri sál. Með "low budget" er átt við stúdíó sem er ódýrt og gefur böndum kost á að taka upp góð demó, lög eða plötur fyrir minni pening.

Mikið hefur verið lagt í það að gera Hljóðmúla af því sem hann er í dag og er stöðugt verið að þróa, laga og vinna í því að gera hann betri.
Ef hljóðfæraleikara vantar þá er lítið mál að útvega þá þar sem við erum með úrvalshljóðfæraleikara á okkar snærum. Einnig getum við hjálpað til við útsetningar. Við höfum einnig boðið upp á þá þjónustu að semja lög við einhver ákveðin tilefni til að mynda afmæli, árshátíð, brúðkaup og þess háttar. Þá hafa meðlimir Hljóðmúla einnig tekið að sér að semja lög fyrir auglýsingar. Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þjónustu Hljóðmúla, ekki hika við að hafa samband